Orlofsdvöl í vetrarfríi - Úthlutun lokið
Búið er að úthluta orlofsdvöl í vetrarfríi í október 2024.
Umsóknarfrestur rann út 20. september og var úthlutað mánudaginn 23. september.
Þau sem fengu úthlutað eru vinsamlega beðin um að greiða úthlutun eigi síðar en miðvikudaginn 2. október. Einfaldast er að skrá sig inn á orlofsssíðu VFÍ og velja þar "Greiða úthlutun" og ganga frá greiðslu þar.
Frá og með fimmtudeginum 3. október kl. 10:00 geta þeir sem fengu synjun bókað ef eitthvað hefur ekki verið greitt af því sem var úthlutað. Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.
Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði VFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna í október. Um er að ræða vikuna 24. - 31. október 2024.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar.
Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni).
Vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr úthlutað eftir punktaeign félagsmanna. Frádráttur fyrir úthlutun er 36 punktar (sama og að sumri).
Vikan kostar 25 þúsund krónur. (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar 30 þúsund krónur). Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar.
Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Athugið að einungis er heimilt að vera með gæludýr í þremur bústöðum í Klapparholti (Stóruborg 8 og 10) og Álfasteinssundi 19, Hraunborgum.
Úthlutanir vegna vetrarfrís í febrúar og páskavikunnar verða auglýstar sérstaklega í upphafi nýs árs.
Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:
https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/
Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.