• Lon

Ný umsögn: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Ný og uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

24. sep. 2024

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur skilað umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið lagði fram til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. 

Í umsögn VFÍ segir meðal annars: 

„Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) fagnar útgáfu Aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem lagðar eru til 150 loftslagsaðgerðir og loftslagsverkefni. Aðgerðaráætlunin er mun ítarlegri og umfangsmeiri en fyrri áætlun og talsverður metnaður lagður í að ná utan um þessi flóknu mál.

Aðgerðir í loftslagsmálum eru langtímaverkefni sem kalla á breytta hugsun og breytta nálgun á mörgum sviðum. Ný tækni og breytt vinnubrögð leika lykilhlutverk í fjölda þeirra verkefna sem framundan eru. Framkvæmd ýmissa aðgerða í áætluninni eru ekki á borði stjórnvalda heldur í höndum fyrirtækja og sveitarfélaga þar sem verkfræðingar og tæknifræðingar eru gjarnan í lykilhlutverkum. Verkfræðingafélagið fagnar því að atvinnulífið hafi tekið virkan þátt í mótun í aðgerðanna og hafi skilgreint hlutverk við að innleiða þær."

Umsögnin í heild sinni.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.