Orlofsuppbót 2024

Samið er um orlofsuppbót í kjarasamningum.

3. jún. 2024

Samið er um orlofsuppbót í kjarasamningum. Uppbótin greiðist með maílaunum 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.

Kjarasamningar VFÍ eru lausir og viðræður standa yfir og hefur því orlofsuppbót 2024 ekki verið ákveðin. Eðlilegt er að taka mið af þeim samningum á almennum markaði sem nú þegar hafa verið gerðir á árinu. Ef samið verður um hærri orlofsuppbót í samningum verður mismunur greiddur út síðar.

Orlofsuppbót 2024 eins og þegar hefur verið samið um á almennum markaði (kjarasamningur við SA) var eftirfarandi samkvæmt kjarasamningum VFÍ:

Orlofsuppbót Desemberuppbót
2024 58.000 kr. 106.000 kr.
2025 60.000 kr. 110.000 kr.
2026 62.000 kr. 114.000 kr.
2027 64.000 kr. 118.000 kr.

Kjarasamningur VFÍ við Samtök atvinnulífsins (SA) er viðmiðunarsamningur og tekur þeim hækkunum sem verða á almennum markaði og því á ofan talin hækkun við í samhengi verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingafræðinga og tölvunarfræðinga sem starfa eftir kjarasamningi VFÍ við SA.