Viðurkenningar VFÍ á Meistaradegi

VFÍ veitti viðurkenningará Meistaradegi Verkfræðistofnunar HÍ.

29. maí 2024

Verkfræðingafélag Íslands veitti þremur meistaranemum viðurkenningu fyrir fyrir sérlega vel unnar og áhugaverðar veggspjaldakynningar á Meistaradegi Verkfræðistofnunar sem fór fram í Grósku þann 16. maí. Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ flutti ávarp og afhenti viðurkenningarnar.

Á veggspjaldasýningunni kynntu meistaranemar í verkfræði og tölvunarfræði lokaverkefni sín en þau munu útskrifast 15. júní.

Gunnar Stefánsson formaður stjórnar Verkfræðistofnunar HÍ setti Meistaradaginn og Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs flutti ávarp. Viktoría Jensdóttir var með hvatningu til meistaranemana. - Eins og áður sagði ávarpaði Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ gesti á Meistaradeginum og afhenti viðurkenningar félagsins fyrir þrjú bestu veggspjöldin.

Viðurkenningu hlutu þau Adolph M. Bravo Jr. fyrir verkefnið: Heat Flow Modelling of the Laugarnes and Elliðaár Geothermal Fields, Hafsteinn Esjar Baldursson fyrir verkefnið: Enhanced Cell Adhesion to 3D Printed PEGDA 700 Hydrogel Membranes for Bronchial Epithelial Models og Michaela Mária Peciarová fyrir verkefnið: Mechanical Properties and Microstructure of Well Cement Blends for Superhot Geothermal Wells. 

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum Verkfræðistofnun HÍ fyrir ánægjulegt samstarf.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ, Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Michaela Mária Peciarová, Hafsteinn Esjar Baldursson, Adolph M. Bravo Jr., Gunnar Stefánsson formaður stjórnar Verkfræðistofnunar HÍ og Sigurður M. Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.  

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands.