• Lon

Kjarasamningur við ríkið samþykktur

Tæplega 70% greiddu atkvæði.

10. mar. 2025

Kjarasamningur VFÍ við ríkið var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 10.-13. mars.

Félagsmenn VFÍ samþykktu samninginn naumlega.
Já, sögðu 53,5%
Nei, sögðu 46,5%.

Tæplega 70% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði.


Eldri frétt sem birtist 10. mars 2025.

Eftir langar og erfiðar viðræður var þann 3. mars skrifað undir nýjan kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands við ríkið. 

Kynningarfundur var haldinn og atkvæðagreiðsla hófst 10. mars. Niðurstöðu á að skila til ríkissáttasemjara eigi síðar en 14. mars 16:00.

Atkvæðagreiðsla

Mánudaginn 10. mars kl. 9:00 til fimmtudagsins 13. mars kl. 16:00 fer fram rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Verkfræðingafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsrráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 3. mars síðastliðinn. 

Yfirlýsing frá samninganefnd VFÍ.