Kjarasamningur við Reykjavíkurborg felldur

Atkvæðagreiðslu lauk 24. mars kl. 12:00.

24. mar. 2025

Þann 18. mars var skrifað undir nýjan kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands við Reykjavíkurborg. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars. 

Niðurstaðan varð sú að samningurinn var felldur:

Nei, ég samþykki ekki samninginn 61%
Já, ég samþykki samninginn 39%

Alls voru 56 á kjörskrá og greiddi 41 af þeim atkvæði, eða 73%.