SNOW2025 - Vel heppnuð ráðstefna
The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows.
SNOW2025 – The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows.
Í ár eru liðin 30 ár frá hinum mannskæðu snjóflóðum sem féllu á þorpin Súðavík og Flateyri. Atburðirnir höfðu gríðarleg áhrif vegna mannstjóns og verulegs eignatjóns, auk þess að raska lífi fólks til langframa. Síðan þá hefur verið unnið markvisst að byggingu varnarmannvirkja, þróun vöktunarkerfa og aðlögun samfélaga að þessari náttúruvá.
Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) taldi mikilvægt að minnast þessara og var því haldin SNOW ráðstefna á Ísafirði dagana 30. september til 3. október sl.
Ríflega 100 manns mættu á ráðstefnuna að þessu sinni og þar á meðal yfir 20 frá Sviss og tæplega 20 frá Noregi. Meðal þátttakenda voru fjölmargir þekktir vísindamenn og sérfræðingar á sviði ofanflóða og varnarmannvirkja, sem gaf gestum einstakt tækifæri til að hitta og eiga samtal við leiðandi aðila á þessu sviði.
VFÍ hefur áður haldið slíkar ráðstefnur á Siglufirði árið 2019 og á Egilsstöðum árið 2008.
Ráðstefnurnar hafa vakið mikla athygli og laðað að bæði innlenda og erlenda þátttakendur.
Meginþemu ráðstefnunnar
- Áhættustjórnun
- Umhverfi og samfélag
- Skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja
- Virkni varnargarða byggð á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum
Fyrir hverja er ráðstefnan?
SNOW ráðstefnurnar eru sérstaklega ætlaðar fulltrúum sveitarstjórna, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vega- og mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum – jafnt innlendum sem erlendum.
Skipuleggjendur
Ráðstefnuna skipulögðu íslenskir og erlendir fagaðilar: Verkfræðingafélag Íslands, Vegagerðin, Skipulagsstofnun, FSRE, Háskóli Íslands, COWI, NTNU í Þrándheimi, Norges Geotekniske Institutt (NGI), SLF í Davos, Sviss, og ORION Consulting slf.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar: www.snow2025.is.
Nánari upplýsingar: Árni Jónsson verkfræðingur, arni@orion.is (s:899 4869)
