• Baldursbrapm

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Tölvupóstur hefur verið sendur til þeirra sem sóttu um.

7. apr. 2021

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið upplýsingar í tölvupósti. Frestur til að greiða úthlutun er til hádegis föstudaginn 30. apríl. Frá og með þriðjudeginum 4. maí geta þau sem fengu synjun bókað vikur sem þá eru lausar. Þá gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.

Úthlutað var eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fékk umbeðna viku. Þær vikur sem ekki ganga út eftir úthlutun verða í boði fyrir þau sem sóttu um og ekkert fengu. Í lokin verða svo lausar vikur boðnar öllum sjóðfélögum, þá gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær.

Listi yfir sumarúthlutun 2021.

Listi yfir orlofskosti sumarið 2021

Orlofshús Árnesi. - Orlofshús Húsafelli. - Fjögur orlofshús í Klapparholti Borgarfirði. - Þrjú orlofshús í Hraunborgum, þar af eitt nýtt og stærra. - Íbúð á Ísafirði. - Fimm íbúðir á Akureyri (Sómatún, Tröllagil og Kjalarsíða). - Orlofshús að Hrísum í Eyjafirði. - Orlofshús í Vopnafirði. - Orlofshús að Staffelli í Héraði. - Íbúð við Nónhæð, Garðabæ.

Auk þess býður sjóðurinn leigu á tjaldvagni og niðurgreiðslu á hótelgistingu með ferðaávísun. Gjafabréf Icelandair, Útilegukortið og Veiðkortið eru einnig í boði.

Vikan kostar kr. 20.000.- Nema nýja í nýja orlofshúsinu í Hraunborgum þar kostar vikan kr. 25.000.- Tjaldvagn í viku kostar kr. 15.000.-

Vegna afnota eiganda bústaðarins að Hrísum eru tvær vikur að sumri ekki til útleigu. (25. júní til 2. júlí og 30. júlí til 6. ágúst).

Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags).

Sumartímabilið 2021 er frá 4. júní til 27. ágúst. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Punktastaða miðast við áramót 2020-2021.

Upplýsingar um Orlofssjóð VFÍ.

Frá og með sumri 2020 er hægt að kaupa Ferðaávísun, inneign sem hægt er að nota til að greiða fyrir gistingu hjá fjölmörgum samstarfsaðilum sjóðsins. Gisting á Icelandair hótelum er nú innan ferðaávísunar og ekki lengur seldir hótelmiðar. Nánari upplýsingar.

Tölvupóstur um úthlutunina var sendur sjóðfélögum 12. mars og ítrekun 29. mars 2021.