Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 3. apríl.

8. mar. 2023

Nú er hægt að sækja um sumarúthlutun hjá Orlofssjóði VFÍ. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 3. apríl. Niðurstöður úthlutunar munu liggja fyrir eigi síðar en 11. apríl og verður sendur tölvupóstur til þeirra sem sóttu um. Vinsamlega lesið vel textann hér fyrir neðan.

Sem fyrr er úthlutað eftir punktastöðu og möguleikar á því að fá úthlutað eru betri eftir því sem fleiri kostir eru valdir. Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun" á stikunni efst).

Valdir eru allt að sex kostir sem raðað er í forgangsröð. Bæði er hægt að smella á "UMSÓKN UM ÚTHLUTUN" og velja þar staðsetningu og tímabil. Einnig er hægt að smella á "LAUS TÍMABIL" velja mánuð og smella á staðsetningu og vikuna sem óskað er eftir. Þá kemur á skjáinn textinn: "Vilt þú senda umsókn eða velja fleiri/breyta valmöguleikum." Þá er hægt að velja fleiri vikur eða senda umsókn. Aðeins er hægt að senda eina umsókn. Á umsóknartímabilinu er alltaf hægt að fara inn á svæðið "SÍÐAN MÍN" eyða eldri umsókn og útbúa nýja. (Muna eftir að senda).

Úthlutað verður eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fær umbeðna viku. Þær vikur sem ekki ganga út eftir úthlutun verða boðnar þeim sem sóttu um og ekkert fengu. Í lokin verða lausar vikur boðnar öllum sjóðfélögum, þá gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær.

Listi yfir orlofskosti sumarið 2023

Orlofshús Árnesi. - Orlofshús Húsafelli. - Fjögur orlofshús í Klapparholti Borgarfirði. - Þrjú orlofshús í Hraunborgum. - Íbúð á Ísafirði. - Fimm íbúðir á Akureyri (Sómatún og Kjalarsíða). Orlofshús í Vopnafirði. - Orlofshús að Staffelli í Héraði. - Orlofshús í Þverárgerði Önundarfirði. - Íbúð við Nónhæð, Garðabæ.

Auk þess býður sjóðurinn leigu á tjaldvagni og niðurgreiðslu á hótelgistingu með ferðaávísun. Gjafabréf Icelandair og Veiðikortið eru einnig í boði.

Vikan kostar kr. 25.000.- Nema nýja í nýja orlofshúsinu í Hraunborgum þar kostar vikan kr. 30.000.- Tjaldvagn í viku kostar kr. 20.000.-

Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags).

Sumartímabilið 2023 er frá 2. júní til 25. ágúst. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Punktastaða miðast við áramót 2022-2023. (Punktar voru uppfærðir 1. mars).

Upplýsingar um Orlofssjóð VFÍ.

Frá og með sumri 2020 hefur verið hægt að kaupa Ferðaávísun, inneign sem hægt er að nota til að greiða fyrir gistingu hjá fjölmörgum samstarfsaðilum sjóðsins. Gisting á Icelandair hótelum er nú innan ferðaávísunar og ekki lengur seldir hótelmiðar. Nánari upplýsingar.