Utanlandsferð Öldungadeildar VFÍ - laus sæti

Leyndar perlur Austur-Þýskalands.

6. jan. 2020

Öldungadeild VFÍ í samstarfi við Bændaferðir hefur skipulagt ferðina, Leyndar perlur Austur-Þýskalands, sem er ráðgerð í maí og er opin öllum félagsmönnum VFÍ. Skráning er hafin á bókunarvef Bændaferða.  Ítarleg ferðalýsing er í skjalinu hér fyrir neðan, þar eru einnig upplýsingar um verð.

Upplýsingar um ferðina.

Almennir ferðaskilmálar Bændaferða. 

Bændaferðir sjá um bókanir og skipulag

Nú er hægt að bóka sig í ferðina á vef Bændaferða. Frestur til að skrá sig er til 31. janúar.

Hver og einn farþegi bókar sig sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, til dæmis að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi. Kosturinn við þessa leið er að farþegar geta skráð sig inn hvenær sem er og greitt aukalega inn á ferðina þegar hentar hverjum og einum, en ferðin þarf síðan að vera fullgreidd átta vikum fyrir brottför. Margir kjósa að greiða inn á ferðir mánaðarlega. Þannig dreifist greiðslan án aukakostnaðar.

Félagsmenn geta líka ávallt hringt á skrifstofu Bændaferða í síma 570 2790 og bókað sig símleiðis. Eftir það geta þeir líka skráð sig inn á síðuna og greitt inn á eftir hentugleika.

Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:

  • Kennitala
  • Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
  • Heimilisfang
  • Símanúmer, helst bæði heima og gsm
  • Netfang
  • Hverjir deila herbergi

Staðfestingargjaldið er 35.000 kr. á mann.

Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. (Að sjálfsögðu endurgreitt ef næg þátttaka næst ekki).
Sjá nánar í Almennum ferðaskilmálum hér í viðhengi.

Nokkur mikilvæg atriði:

Tryggingar:
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka. Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.

Vildarpunktar Icelandair:
Eins og staðan er í dag er einungis hægt að nota vildarpunkta hjá Icelandair eða ferðaskrifstofum í eigu Icelandair.
Það er því ekki hægt að nota vildarpunkta hjá Bændaferðum, en farþegar sem eru í vildarklúbbnum fá sjálfkrafa punkta fyrir flugið (punktarnir koma inn hjá farþegum um tveimur vikum eftir ferð).

Það er aftur á móti hægt að umbreyta vildarpunktum í gjafabréf, sjá nánar á slóðinni: https://www.icelandair.is/frequent-flyer/earning-and-redeeming/redeem-points/sagaclubgiftcertificate/

 

Hægt er að nota gjafabréf Icelandair hjá Bændaferðum – Eitt gjafabréf á farþega:
Bændaferðir taka við gjafabréfum Icelandair og það gilda sömu reglur og á heimasíðu Icelandair. Gjafabréfin eru rafræn og þarf farþeginn að senda okkur gjafabréfið í tölvupósti á netfangið bokun@baendaferdir.is og þá athugum við hvort það sé hægt að nota þau að fullu, eða hluta o.s.frv. þar sem gjafabréfin eru mjög mismunandi. Sum gilda einungis upp í fargjald og ekki skatta, á meðan að önnur gilda bæði fyrir fargjöld og skatta. Mörg verkalýðsfélög bjóða einnig upp á kaup á gjafabréfum Icelandair með afslætti.

Hver farþegi getur notað eitt gjafabréf. Ekki er hægt að greiða staðfestingargjald með gjafabréfi, en eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt er hvenær sem er hægt að leggja gjafabréfið inn sem innágreiðslu.