Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði
Nýverið veitti Verkfræðingafélag Íslands þremur nemendum sem útskrifuðust í tæknifræði í janúar sl. viðurkenningu fyrir vel unnið og áhugavert lokaverkefni. Viðurkenningar eru veittar fyrir lokaverkefni í byggingar-, rafmagns- og orku- og véltæknifræði. Fagstjórar í tæknifræði tilnefndu þrjú lokaverkefni hver og dómnefndir VFÍ völdu eitt verkefni af hverri braut sem hlaut viðurkenningu félagsins.
Eftirtalin fengu viðurkenningu að þessu sinni:
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir fyrir lokaverkefni í byggingartæknifræði. - „Þverárrétt í Borgarfirði - Rannsókn á gæðum 60 ára steinsteypu"
Máni Gautason fyrir lokaverkefni í rafmagnstæknifræði. - „Radar Integration into Power Knee"
Símon Þór Hansen fyrir lokaverkefni í orku- og véltæknifræði. - „Endurvirkjun borholu"
Jóhannes Benediktsson afhenti viðurkenningu fyrir lokaverkefni í byggingartæknifræði og Arnlaugur Guðmundsson afhenti viðurkenningar fyrir lokaverkefni í rafmagnstæknifræði og vél- og orkutæknifræði. Báðir eiga þeir sæti í Menntamálanefnd VFÍ og voru í dómnefnd vegna vals á lokaverkefnum.