Deilan við FRV hjá ríkissáttasemjara

Nýir kjarasamningar verið gerðir fyrir aðra hópa.

26. ágú. 2025

Samninganefnd Verkfræðingafélags Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á vordögum. Þá höfðu viðræður aftur siglt í strand og ljóst að þörf væri á utanaðkomandi aðstoð. Samninganefndir aðila áttu einn fund hjá sáttasemjara fyrir sumarfrí og á þeim fundi var báðum aðilum gert að undirbúa sig fyrir tvo vinnufundi sem yrðu haldnir í ágúst eftir sumarfrí.

Þeir fundir hafa nú farið fram og er óhætt að segja að nú er boltum haldið á lofti og báðum samninganefndum gert að halda sig við efnið. Næsti fundur hefur verið boðaður 9. september. 

VFÍ hefur lokið gerð kjarasamninga fyrir aðra hópa og unnið er að gerð nokkurra stofnanasamninga.