Fengu heiðursviðurkenningu VFÍ
Nýr heiðursfélagi og tvö fengu heiðursmerki VFÍ.
Nýverið var Pétur Stefánsson byggingarverkfræðingur útnefndur heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands sem er æðsta viðurkenning félagsins. Við sama tækifæri voru Inga Hersteinsdóttir byggingaverkfræðingur og Sigurður Briem raforkuverkfræðingur sæmd heiðursmerki félagsins.
Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast einstaklingum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Frá árinu 1943 hafa 28 einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu.
Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar. Alls hafa 130 einstaklingar hlotið heiðursmerki VFÍ.
Á myndinni hér að ofan eru frá vinstri, Pétur Stefánsson, heiðursfélagi VFÍ, Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Inga Hersteinsdóttir og Árni Björn Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.
Umsagnir sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin eru hér fyrir neðan.