Hækkanir samkvæmt samningi við SA
Taka skal mið af hækkunum sem verða á almennum markaði.
Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins tekur þeim hækkunum sem eiga sér stað á markaði. 1. janúar sl. var 3,5% launahækkun fyrir þá sem eru með laun hærri en 680.000 kr. Þeir sem eru með laun undir 680.000 kr. fá 23.750 kr. launa hækkun. Hækkunin kemur til greiðslu 1. febrúar.
Samningur Verkfræðingafélagsins við Samtök atvinnulífsins er ótímabundinn réttindasamningur. Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og byggingarfræðinga sem starfa á almennum markaði.
Ákvörðun launa
Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns. Um fjárhæð launa, samsetningu þeirra o.þ.h. fer samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings.
Í launaviðtali um geta vinnuveitandi og starfsmaður meðal annars haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. um kjarasamninga SA 2024-2028 ) og almenna launaþróun háskólamanna.