Hetjur í heiðarlöndum - Ferð til Skotlands
Einstök ferð undir fararstjórn Gísla Einarssonar.
Öldungadeild VFÍ hefur í samstarfi við Bændaferðir skipulagt fróðlega og skemmtilega ferð til Skotlands dagana 6. - 10. september næstkomandi. Gist verður á góðu og afar vel staðsettu hóteli í hjarta Edinborgar. Fararstjórn: Gísli Einarsson.
Vegna samninga við þjónustuaðila verður að staðfesta þátttöku eigi síðar en 7. mars.
Fyrstur bókar, fyrstur fær.
BÓKUNARHLEKKUR MEÐ UPPLÝSINGUM.
Skjal með ítarlegri ferðalýsingu.
Staðfestingargjaldið er 80.000 kr. á mann sem greiðist við bókun. (hægt að
greiða með kredit- og debetkorti í gegnum bókunarhlekkinn)
Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft 5 dögum eftir að
það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega.
Ákveðinn sætafjöldi
er í boði, þá gildir reglan „fyrstir koma fyrstir fá“ og því er alltaf best að
bóka sig sem fyrst í ferðina frekar en að bíða og sjá til þegar nær dregur.
Innifalið í ferðinni:
4 nátta /5 daga ferð.
Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
Gisting í tveggja manna herbergi með baði.
Morgunverður alla morgna.
Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
Aðgangur, kynning og viskísmökkun
Skoskur kvöldverður
Aðgangur að Stirling kastala
Íslensk fararstjórn.
Hvernig á að bóka?
Hver og einn farþegi bókar sig sjálfur í gegnum bókunarhlekkinn og greiðir
staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni
bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.
Farþegar geta svo skráð sig inn á Ferðin Mín á heimasíðu Bændaferða þegar
hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf að vera fullgreidd átta vikum fyrir brottför eða 10. júlí.
Margir farþega okkar greiða svo dæmi sé tekið inn á ferðir mánaðarlega, þannig
dreifist greiðslan án auka kostnaðar.
Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:
• Kennitala
• Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
• Heimilisfang
• GSM símanúmer
• Netfang
• Hverjir deila herbergi
Athugið að fyrir þá sem vilja deila saman herbergi en greiða í sitthvoru lagi,
þá er best að hafa samband við Bændaferðir, (Sími 570-2790.
Opið mán. – fim. til kl 16 og til kl. 14 á fös.)
Almennt um ferðatryggingar:
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er
af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns
ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en
annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka.
Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því
nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar
tengjast hans kreditkorti.