Hetjur í heiðarlöndum - Ferð til Skotlands

Einstök ferð undir fararstjórn Gísla Einarssonar.

22. feb. 2025

Öldungadeild VFÍ hefur í samstarfi við Bændaferðir skipulagt fróðlega og skemmtilega ferð til Skotlands dagana 6. - 10. september næstkomandi. Gist verður á góðu og afar vel staðsettu hóteli í hjarta Edinborgar. Fararstjórn: Gísli Einarsson.

Vegna samninga við þjónustuaðila verður að staðfesta þátttöku eigi síðar en 7. mars.
Fyrstur bókar, fyrstur fær.

BÓKUNARHLEKKUR MEÐ UPPLÝSINGUM. 

 Upplýsingar um hótelið.

Skjal með ítarlegri ferðalýsingu.

Staðfestingargjaldið er 80.000 kr. á mann sem greiðist við bókun. (hægt að greiða með kredit- og debetkorti í gegnum bókunarhlekkinn)
Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft 5 dögum eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. 

Ákveðinn sætafjöldi er í boði, þá gildir reglan „fyrstir koma fyrstir fá“ og því er alltaf best að bóka sig sem fyrst í ferðina frekar en að bíða og sjá til þegar nær dregur.

Innifalið í ferðinni:
4 nátta /5 daga ferð.
Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
Gisting í tveggja manna herbergi með baði. 
Morgunverður alla morgna.
Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
Aðgangur, kynning og viskísmökkun
Skoskur kvöldverður
Aðgangur að Stirling kastala
Íslensk fararstjórn.

Hvernig á að bóka?

Hver og einn farþegi bókar sig sjálfur í gegnum bókunarhlekkinn og greiðir staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.
Farþegar geta svo skráð sig inn á Ferðin Mín á heimasíðu Bændaferða þegar hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf að vera fullgreidd átta vikum fyrir brottför eða 10. júlí.
Margir farþega okkar greiða svo dæmi sé tekið inn á ferðir mánaðarlega, þannig dreifist greiðslan án auka kostnaðar.

Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:
• Kennitala
• Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
• Heimilisfang
• GSM símanúmer
• Netfang
• Hverjir deila herbergi

Athugið að fyrir þá sem vilja deila saman herbergi en greiða í sitthvoru lagi, þá er best að hafa samband við Bændaferðir,  (Sími 570-2790. Opið mán. – fim. til kl 16 og til kl. 14 á fös.)

Almennt um ferðatryggingar:

Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka.
Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.