Launahækkanir samkvæmt samningum SA

Staðan í öðrum viðræðum.

18. apr. 2024

Kjarasamningur VFÍ, ST og SFB við Samtök atvinnulífsins er ótímabundinn réttindasamningur en tekur þeim hækkunum sem um semst á markaði. Hækkanir á kjarasamningum stéttarfélaga við SA eiga við félagsmenn Verkfræðingafélags Íslands, Stéttarfélagi tölvunarfræðina og Stéttarfélagi byggingafræðinga sem vinna á almennum markaði. 

Um kjarasamning VFÍ, ST og SFB við Samtök atvinnulífsins. (Sjá kafla 1.1. um ákvörðun launa).

Ákvörðun launa

Laun og önnur starfskjör eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns. Um fjárhæð launa, samsetningu þeirra o.þ.h. fer samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings.

Í launaviðtali er hægt að hafa til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og almenna launaþróun háskólamanna.

Í nýgerðum kjarasamningum SA við Eflingu og VR var samið um eftirfarandi:


Almennar launahækkanir:

1. febrúar 2024:
Mánaðarlaun yfir 730.000 krónum hækkar um 3,25% en þau laun sem eru undir 730.000 krónum hækka um 23.750 kr.
1. janúar 2025:
Mánaðarlaun yfir 680.000 krónum hækkar um 3,50% en þau laun sem eru undir 680.000 krónum hækka um 23.750 kr.
1. janúar 2026:
Mánaðarlaun yfir 680.000 krónum hækkar um 3,50% en þau laun sem eru undir 680.000 krónum hækka um 23.750 kr.
1. janúar 2027:
Mánaðarlaun yfir 680.000 krónum hækkar um 3,50% en þau laun sem eru undir 680.000 krónum hækka um 23.750 kr.

Orlofs- og desemberuppbót

  Orlofsuppbót Desemberuppbót
2024 58.000 kr. 106.000 kr.
2025 60.000 kr. 110.000 kr.
2026 62.000 kr. 114.000 kr.
2027 64.000 kr. 118.000 kr.

Staðan í kjaraviðræðum annarra hópa

Óskað hefur verið eftir fundum með ríki, sveitarfélögum og Ráðgjafaverkfræðingum (FRV) en þeir hafa enn ekki svarað kallinu en samninganefnd VFÍ hefur átt tvo árangursríka fundi með samninganefnd Reykjavíkurborgar.

Það má búast við því að helsta þrætuepli allra viðræðnanna komi til með að snúast um launaliðinn en eins og flestum er kunnugt um hefur launaþróun verkfræðinga og annarra háskólamenntaðra verið afleit og ávinningur af háskólanámi minni en annars staðar í samanburðarlöndum. Síendurteknar krónutöluhækkanir undanfarinna ára hafa skekkt launaþróun langskólagenginna svo um munar að hægt er að tala um öfuga launaþróun.

Verkfræðingafélag Íslands á gott samstarf og samræður við önnur sambærileg stéttarfélög sem hafa sömu hagsmuna að gæta.