Málþing: Opinber innkaup á verkfræðiþjónustu

Áskoranir og tækifæri í opinberum innkaupum á verkfræðiþjónustu.

10. okt. 2025

TAKIÐ DAGINN FRÁ!
SKRÁNING ER HAFIN FYRIR ÞAU SEM VILJA MÆTA Á STAÐINN. 

SKRÁNINGIN ER HÉR

Málþing Verkfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 23. október á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, salur H - I (annarri hæð). Kl. 9:00 – 10:30. - Húsið opnar kl. 8:30 með léttum morgunverði. Streymt verður frá málþinginu.

Vönduð verkfræðiráðgjöf er lykilforsenda þess að framkvæmdir og verkefni í samfélaginu standist kröfur um gæði, öryggi og hagkvæmni til lengri tíma. Þegar ráðgjöf er boðin út skiptir miklu að tryggja að fagleg sjónarmið ráði för – ekki aðeins verð. Rétt skilgreind verkefni, gegnsætt ferli og faglegur samanburður á tilboðum er grundvöllur þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bæði verkkaupa og samfélagið í heild.

Á málþinginu verður fjallað um hvernig verkfræðiráðgjöf er boðin út, hvaða áskoranir og vandkvæði geta komið upp og hvernig bæta má verklag þannig að gæði séu ávallt í forgrunni.

Frummælendur:

Óskar Jósefsson, verkfræðingur, forstjóri FSRE.

Margrét Silja Þorkelsdóttir, verkfræðingur, forstöðumaður Hönnunardeildar Vegagerðarinnar. 

Dagskráin verður sett hér inn á næstu dögum.

Verið velkomin. - Ókeypis aðgangur.

Til að koma í veg fyrir matarsóun biðjum við ykkur að skrá þátttöku, eigi síðar en fyrir hádegi þriðjudaginn 21. október.

Málþingið er skipulagt af Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.