Námskeið: ChatGPT frá A til Ö - NÚ Í JÚNÍ -

Tækifæri til að ná tökum á gervigreindinni.

10. apr. 2025


FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIN OG SKRÁNINGU LOKIÐ!

 

Mikill áhugi hefur reynst vera á námskeiðinu, alltaf fullbókað. Það tók einn dag að fylla tvö námskeið í lok maí og NÚ ERU Í BOÐI NÁMSKEIÐ 2. OG 3. JÚNÍ.  Athugið að þetta verður allra síðasti séns fyrir sumarfrí.

Sjá neðst og í viðburðadagatali.

Námskeiðin verða haldin í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.

Námskeiðið er niðurgreitt og kostar kr. 25.000.- Það er styrkhæft hjá starfsmenntunarsjóðum VFÍ. (Miðað við áunnin einstaklingsbundin réttindi).

Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns, því er um að gera að skrá sig sem fyrst. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þegar tilteknum fjölda er náð verður skráð á biðlista sem þýðir forgang á næstu námskeið.

Þátttakendur verða að mæta með fartölvu og hafa greidda áskrif að ChatGPT áður en þeir mæta á námskeiðið. Eftirfarandi hlekkur inniheldur undirbúningslista og leiðbeiningar fyrir þátttakendur:
https://drive.google.com/file/d/1W5tHPMhOJ4ouQyu3EqvkYL1s61ijggoF/view?usp=sharing


Lýsing á námskeiðinu

 

Lærðu að nota gervigreind á skilvirkan og hagnýtan hátt til að ná árangri bæði í vinnu og einkalífi. Þetta námskeið miðar að því að byggja upp sjálfstraust og þekkingu þátttakenda á notkun ChatGPT.

Þátttakendur læra að nota gervigreind til að leysa raunveruleg verkefni og kynnast fjölbreyttum möguleikum þessarar byltingarkenndu tækni.

Fyrri daginn er lagður grunnur að spunagreind og gefin yfirsýn af notendaviðmóti ChatGPT og ýmis dæmi og æfingar lögð fyrir til að kynna einfalda notkun þess. Rætt er um rétt og gagnleg viðhorf gagnvart tækninni, hvernig má innleiða hana í ýmis verkefni og helstu takmarkanir hennar.

Seinni daginn er svo farið yfir í flóknari verkefni og notkun ýmissa tóla í ChatGPT. Farið verður yfir praktíska greiningu og notkun á myndefni, snjallsímaforritið, upplýsingaleit, gagnagreiningu og gerð sniðmáta og flóknari æfingar.

Kennslan er leidd af starfsmanni frá Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind. Starfsmenn Javelin ehf hafa mikla reynslu að baki í hagnýtingu gervigreindar og hafa haldið fyrirlestra og námskeið á sviði gervigreindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum síðan 2023.

Hverjum hentar námskeiðið?

Þetta námskeið er hannað fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga sem hafa áhuga á gervigreind og vilja læra að nýta hana. Námskeiðið er sérstaklega miðað að byrjendum og þeim sem vilja læra að nýta ChatGPT og helstu tól þess á fjölbreytta vegu. Það er þó ekki ætlað þeim sem þegar hafa mikla sérþekkingu og vilja kafa dýpra í tæknileg atriði.

Um höfund námskeiðsins

Sverrir Heiðar Davíðsson er hugbúnaðarverkfræðingur og stofnaði fyrirtækið Javelin ehf., sem sérhæfir sig í fræðslu, ráðgjöf og verkefnum sem sn að gervigreind.

Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ. Hann er með um sex ára af reynslu með gervigreind að baki og hefur haldið fyrirlestra og kennt námskeið um hagnýtingu gervigreindar hjá Endurmenntun HÍ og fjölmörgum fyrirtækjum síðan 2023.


Námskeið 3 (Tveir dagar, fyrir hádegi)
Fyrri hluti: kl. 8:30-11:30, mánudaginn 2. júní 2025.
Seinni hluti: kl. 8:30-11:30, þriðjudaginn 3. júní 2025. 

Námskeið 4 (Tveir dagar, eftir hádegi)
Fyrri hluti: kl. 12:30-15:30, mánudaginn 2. júní 2025.
Seinni hluti: kl. 12:30-15:30, þriðjudaginn 3. júní 2025. 

SKRÁNING


ÞESSI NÁMSKEIÐ ERU FULLBÓKUÐ:

Námskeið 1 (Tveir dagar, fyrir hádegi).
Fyrri hluti: kl. 8:30-11:30, mánudaginn 26. maí 2025.
Seinni hluti: kl. 8:30-11:30, þriðjudaginn 27. maí 2025. 

 

Námskeið 2 (Tveir dagar, eftir hádegi) 
Fyrri hluti: kl. 12:30-15:30, þriðjudag 27. maí 2025.
Seinni hluti: kl. 12:30-15:30, miðvikudag 28. maí 2025.