Sumarúthlutun orlofssjóðs er lokið
Frestur til að ganga frá greiðslu er til og með 25. apríl.
Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Þau sem fengu úthlutað hafa frest til og með föstudagsins 25. apríl til að ganga frá greiðslu. Frá og með mánudeginum 28. apríl kl. 10:00 geta þau sem fengu synjun farið inn á orlofsvefinn og bókað það sem ekki hefur verið greitt fyrir eða gekk ekki út í fyrstu umferð.
Skýrsla yfir sumarúthlutun OVFÍ 2025.
Eldri frétt sem birtist á vef VFÍ 17. mars um leið og tölvupóstur var sendur til sjóðfélaga.
Nú er hægt að sækja um sumarúthlutun hjá Orlofssjóði VFÍ. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk.
Úthlutað er eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fær umbeðna viku. Þær vikur sem ekki ganga út eftir úthlutun verða í boði fyrir þau sem sóttu um og ekkert fengu. Í lokin verða lausar vikur boðnar öllum sjóðfélögum, þá gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær.
Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun" á stikunni efst).
Leigt er frá föstudegi til föstudags.
Sumartímabilið 2025 er frá 6. júní til 29. ágúst. Sumar eignir eru ekki í boði allt tímabilið.
Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.
Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.
Punktastaða miðast við áramót 2024-2025, punktastaða hefur verið uppfærð hjá öllum sjóðfélögum.
Gæludýr eru aðeins leyfði í Álfasteinssundi 19 Hraunborgum, Stóruborg 8 og 10 Klapparholti Borgarfirði og í Stórarjóðri 14 í Húsafelli.
Upplýsingar um Orlofssjóð VFÍ.
Sjóðurinn býður einnig upp á Ferðaávísun, inneign sem hægt er að nota til að greiða fyrir gistingu hjá fjölmörgum samstarfsaðilum sjóðsins. Nánari upplýsingar.
Helstu fréttir frá Orlofssjóðnum
Sumarið 2025 verða teknir í notkun tveir nýir bústaðir í Húsafelli.
Gæludýr verða nú leyfð í eldri bústaðnum í Húsafelli, Stórarjóðri 14.
Gríðarleg ásókn er í gjafabréf Icelandair sem hefur reynst sjóðnum kostnaðarsamt.
Næsta fjárfesting sjóðsins verður að bæta við íbúð á Akureyri.