• steinar_og_foss

Niðurstöður kjarakönnunar 2018

Launaviðtöl borga sig.

24. maí 2018

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ liggja fyrir. Spurt var um laun í febrúar 2018. Með því að skoða laun eftir starfsaldri, lífaldri, fagsviði og starfssviði má nálgast þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling.

Launaviðtöl

Athygli vekur að  40,4% verkfræðinga og tæp 28,8% tæknifræðinga fóru í launaviðtal á árinu 2017. Er það heldur lægra hlutfall en á fyrra ári. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fóru í viðtal fengu launahækkun í kjölfarið. (Verkfræðingar 89,7% og tæknifræðingar 77,8%). Einnig vekur athygli að hátt hlutfall þátttakenda svarar ekki hvort þeir hafi fengið hækkun eða ekki, 62% verkfræðinga og 73,7% tæknifræðinga.
Námskeið í launaviðtölum hefur verið vel sótt. Næsta námskeið verður haldið í haust. Það verður auglýst á vef VFÍ, á Facebook og með tölvupósti til félagsmanna. 

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2018 - Verkfræðingar.

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2018 - Tæknifræðingar.