Ný bók: List & Hönnun
Trausti Valsson snýr sér að myndlistinni og fræðum tengdum henni.
Trausti Valsson, prófessor emeritus við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ, snýr sér að myndlist og fræðum tengdum henni og hefur gefið út bókina List & Hönnun sem fylgir ævisöguþræði hans. Þetta er fimmtánda bókin sem Trausti sendir frá sér.
Trausti kenndi þrjátíu árgöngum verkfræðinema. Haustið 2015, skömmu áður en Trausti fór á eftirlaun, gaf hann út starfsævisögu sína „Mótun framtíðar“. Í bókinni nýju er hins vegar farið yfir starf hans að myndlist og hönnun en það sem hafði verið yndi hans frá æsku og leiddi til þess að hann fór í nám í arkitektúr í upphafi.
Nánar um bókina á vef Háskóla Íslands.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla
