Nýtt námskeið: Styrkleikar í lífi og starfi

Miðvikudaginn 16. október kl. 13-16 í Verkfræðingahúsi.

1. okt. 2024

Námskeið: Styrkleikar í lífi og starfi.
Miðvikudaginn 16. október kl. 13-16, í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9.

  • Áttu auðvelt með að standa vörð um réttindi annarra en sjálf/ur situr þú á hakanum?
  • Áttu auðvelt með að tala þig upp í launaviðtali, þekkir þú styrkleika þína og hvert framlag þitt er á vinnustaðnum eða í vinahópnum?
  • Væri ekki tilvalið að rifja upp hæfni þína og getu sem styrkja þig bæði í lífi og starfi, efla seiglu og fá næg verkfæri til að mæta keik/ur í launaviðtalið?

Kíktu á þetta styrkleikanámskeið þar sem Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, fylgir þér í gegnum leiðir til að greina og efla styrkleika þína.

Námskeiðið kostar kr. 5.000.- og er niðurgreitt til þeirra sem eiga rétt í starfsmenntunarsjóðum VFÍ. (Einnig hægt að fá þátttökugjald endurgreitt samkvæmt einstaklingsbundnum réttindum).

Þau sem ekki eiga aðild að starfsmenntunarsjóðum greiða kr. 14.000.-

Skráning er hafin og er um að gera að skrá sig sem fyrst á þetta frábæra námskeið sem hentar bæði almennum starfsmönnum og stjórnendum. SKRÁNING.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 25 manns. (Þegar þeim fjölda er náð verður skráning á biðlista).

Greiðsluupplýsingar verða sendar til þátttakenda frá skrifstofu VFÍ.