• snjokall

Orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar.

15. jan. 2025

Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði VFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríi grunnskólanna í febrúar. Um er að ræða vikuna 20. - 27. febrúar 2025.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar.

Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni).

Aðeins í Klapparholti 8 og 10 og Álfasteinssundi 19 er leyfilegt að vera með gæludýr.

Vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr úthlutað eftir punktaeign félagsmanna. Frádráttur fyrir úthlutun er 36 punktar (sama og að sumri).

Vikan kostar 25 þúsund krónur. (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar 30 þúsund krónur). Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar.

Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

Úthlutun vegna páskavikunnar verður auglýst eftir að vetrarfrísviku hefur verið úthlutað.

Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:

https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/

Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.

Fréttin var fyrst birt á vef VFÍ 17. desember 2024.