STEM greinar undirstaða verðmætasköpunar

Ráðherra tekur undir sjónarmið Verkfræðingafélagsins.

10. sep. 2025

Á málþingi BHM sem haldið var 9. september s.l. undir yfirskriftinni Borgar sig að vanmeta menntun kom fram að arðsemi háskólamenntunar á Íslandi er meðal þeirrar lægstu innan OECD – og hefur aldrei mælst lægri.

Arðsemi háskólanáms felur í sér samanburð á kostnaði við nám (tapaðar tekjur á námstíma og bein útgjöld) og þeim fjárhagslega ávinningi sem háskólamenntun skilar yfir starfsævina, samanborið við þau sem einungis ljúka framhaldsskólaprófi.

Fjölga þarf nemendum í STEM 

Í pallborðsumræðum lagði Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, áherslu á mikilvægi þess að fjölga nemendum í STEM-greinum (science, technology, engineering, mathematics). Hann benti á að þessar greinar væru undirstaða verðmætasköpunar og lykilforsenda þess að skapa svigrúm til að hækka laun, meðal annars á opinberum markaði, og til að auka framlög til menningar- og listastarfs.

Verkfræðingafélag Íslands hefur margsinnis bent á mikilvægi þess að menntun sé metin til launa en jafnframt tekið fram að launin þurfi að endurspegla bæði mikilvægi og eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu, svo sem verkfræðinga og tæknifræðinga. Félagið fagnar því sérstaklega áherslu ráðherra á að efla STEM-greinar.

Þessar áherslur VFÍ koma fram í umsögn um atvinnustefnu Íslands til 2035 . Félagið telur afar brýnt að efla STEM-menntun hér á landi til að tryggja bæði samkeppnishæfni þjóðarbúsins og betra starfsumhverfi fyrir sérfræðinga framtíðarinnar.

Helstu niðurstöður.

Skýrsla Hagfræðistofnunar.

Verkfræði og tækni: 11,1% arðsemi

Áhugavert er að rýna í myndina hér að neðan sem sýnir arðsemi háskólanáms eftir sérsviðum.