Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ 2024
Tölvupóstur hefur verið sendur til þeirra sem sóttu um.
Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið upplýsingar í tölvupósti. Frestur til að greiða úthlutun rennur út fimmtudaginn 18. apríl. Frá og með föstudeginum 19. apríl kl. 10:00 geta þau sem fengu synjun bókað vikur sem þá eru lausar. Þá gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Frá og með 10. maí geta allir sjóðfélagar bókað lausar vikur og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Úthlutað var eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fékk umbeðna viku. Þær vikur sem ekki ganga út eftir úthlutun, eða ekki hefur verið greitt fyrir, verða í boði fyrir þau sem sóttu um og ekkert fengu. Í lokin verða svo lausar vikur boðnar öllum sjóðfélögum, þá gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær.
Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags).
Sumartímabilið 2024 er frá 31. maí til 30. ágúst. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.
Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.
Punktastaða miðast við áramót 2023-2024.
Upplýsingar um Orlofssjóð VFÍ.
Sjóðurinn býður einnig upp á Ferðaávísun, inneign sem hægt er að nota til að greiða fyrir gistingu hjá fjölmörgum samstarfsaðilum sjóðsins. Nánari upplýsingar.