Tillögur ANE og jafnréttisstefna ESB
Minnt á mikilvægi STEM í umræðu um jafnrétti.
ANE (Association of Nordic Engineers) hefur skilað inn umsögn vegna samráðs Evrópusambandsins um jafnréttisstefnu 2026–2030.
Helstu skilaboð ANE eru að STEM greinar verða að vera í lykilhlutverki í umræðu um stöðu og stefnu í jafnréttismálum. Konur eru enn í minnihluta á sviðum STEM og eru einungis um 20% vinnuafls í þessum greinum. Á sama tíma er spáð skorti upp á tvær milljónir vísinda- og verkfræðimenntaðra starfsmanna í Evrópu.
Tillögur ANE eru í meginatriðum þessar:
- Setja skýr markmið og mælikvarða til að auka þátttöku kvenna í STEM.
- Tryggja ábyrgð og eftirfylgni.
- Styðja við fræðslu frá unga aldri, tryggja leiðsögn og gera fyrirmyndir í STEM sýnilegar.
ANE vill vinna gegn ranghugmyndum sem letja stúlkur til að leggja fyrir sig vísindi og tækni. Rannsóknir sýna að staðalímyndir myndast strax á grunnskólaaldri og móta bæði starfsdrauma og námsval.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla