• Krokusar

Aðalfundur VFÍ - ársskýrsla

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 11. apríl 2019.

11. apr. 2019

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2019 var haldinn 11. apríl. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um niðurstöður rafrænna kosninga í stjórnir félagsins sem fóru fram dagana 1. - 8. apríl. 
Nánar verður fjallað um aðalfundinn þegar samþykkt fundargerð liggur fyrir.

Ársskýrsla VFÍ 2018-2019.

Góð þátttaka í kosningum - 38,5%

38,5% félagsmanna VFÍ tóku þátt í kosningum til stjórna VFÍ. Í samanburði við önnur félög telst þetta góð þátttaka. Fyrr á þessu ári tóku 7,9% félagsmanna VR þátt í stjórnarkjöri og á síðasta ári var þátttaka í kosningum Eflingar um 10%.

Kosning til aðalstjórnar. - Kosið var sérstaklega um formann. 

Úr stjórn gengu Páll Gíslason, formaður, Kristjana Kjartansdóttir varaformaður, María S. Guðjónsdóttir, Þorvaldur Tolli Ásgeirsson og varameðstjórnendur Helgi Þór Ingason og Sigurður Örn Hreindal.  

Nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands er Svana Helen Björnsdóttir.
Meðstjórnandi var kosin Hlín Benediktsdóttir, Guðrún A. Sævarsdóttir var kosin varameðstjórnandi til tveggja ára og varameðstjórnandi til eins árs er Anna Beta Gísladóttir. Auk þeirra situr í stjórn Jóhannes Benediktsson.
Í aðalstjórn sitja einnig formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Páll Á. Jónsson og formaður Kjaradeildar VFÍ, Birkir H. Jóakimsson.

Kosning í stjórn Kjaradeildar. - Kosið var sérstaklega um formann.

Úr stjórn gengu Birkir H. Jóakimsson formaður, Hlín Benediktsdóttir varaformaður og Erlendur Örn Fjeldsted og varameðstjórnandi Kristín Arna Ingólfsdóttir. 

Birkir H. Jóakimsson var sjálfkjörinn sem formaður Kjaradeildar VFÍ. Meðstjórnendur voru kosnir Erlendur Örn Fjeldsted og Halldór Zoëga . Varameðstjórnandi er Gunnar Sigvaldason.

Kosning í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. - Kosið var sérstaklega um formann.

Úr stjórn gengu Sveinn Ingi Ólafsson formaður, Svana Helen Björnsdóttir og Gylfi Árnason varameðstjórnandi.  

Páll Á. Jónsson var sjálfkjörinn sem formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ. Meðstjórnandi var kosinn Sigurður Valur Ásbjarnarson og varameðstjórnandi Bergþór Þormóðsson .

Niðurstöður kosninga til stjórna VFÍ.


- Frambjóðendum var í sjálfsvald sett hvort þeir sendu inn kynningu til að birta á vef VFÍ. Þess vegna eru ekki upplýsingar um alla sem kosnir voru.